Nú um verslunarmannahelgina fór fram fyrsta “Viking Cup” móti í Norrænu Trappi. Um er að ræða keppni milli Skotfélaganna Markviss og Eysturskot frá Færeyjum. Hugmyndin að mótinu kviknaði í spjalli milli 2 félagamanna úr sitthvoru félaginu fyrir nokkru síðan,og varð loks að veruleika nú í ár. Fimm keppendur frá Eysturskot mættu til keppni hér á Blönduósi um helgina. Ferðin gekk ekki áfallalaust fyrir sig því flugi frá Færeyjum var frestað vegna veðurs og náðu þeir því ekki í tíma fyrir æfingu daginn fyrir mót, leyst var úr því með að bjóða þeim æfingatíma á laugardagsmorgni og byrjun móts færð frá kl.10.00 til 13.00. Að lokinni keppni á laugardegi buðum við gestum okkar til kvöldverðar á B&S,þar sem boðið var upp á afbragðs lambakjöt úr héraði. Keppni hófst svo á hefðbundnum tíma á sunnudegi og voru skotnar 3 síðustu umferðirnar þá auk úrslita í einstaklingskeppninni. Úrslit fóru á þá leið að í unglingaflokki hafnaði Elyass Kristinn Bouanba í 1 sæti, Marius Gaardlykke í 2 sæti og Ólafur B.Hafliðason í þriðja. Í einstaklingskeppninni hafnaði Guðmann Jónasson í fyrsta sæti á íslandsmets jöfnun 135/150, Carsten Joensen í 2 sæti og Kristian Johannessen 3 sæti. Lið Eysturskot hampaði svo Viking Cup titlinum í liðakeppninni,A-lið Markviss í öðru sæti og B-lið Markviss í þriðja. Á næsta ári munu svo félagar í Markviss sækja félaga sína í Eysturskot heim og freista þess að ná titlinum til baka. Nánar á úrslitasíðunni