Landsmót STÍ í loftbyssugreinunum var loks haldið í dag í Egilshöllinni í Grafarvogi. Keppt var bæði í loftskammbyssu og loftriffli. Í loftskammbyssu kvenna sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 547 stig, Aðalheiður L. Guðmundsdóttir úr SSS varð önnur með 521 stig og í þriðja sæti varð Þorbjörg Ólafsdóttir úr SA með 511 stig. Í karlaflokki sigraði Þórður Ívarsson úr SA með 520 stig, annar varð Ingvar Bremnes úr SÍ með 519 stig og í þriðja sæti Hannes H. Gilbert úr SFK með 498 stig. Í stúlknaflokki sigraði Sóley Þórðardóttir úr SA með 498 stig, önnur varð Bryndís A. Magnúsdóttir úr SA með 464 stig og í þriðja sæti varð Sesselja Þórðardóttir úr SA með 371 stig.
Í keppni með loftriffli sigraði Guðmundur H. Christensen úr SR með 587,8 stig, annar varð Þórir Kristinsson úr SR með 559,8 stig og í þriðja sæti varð Þorsteinn Bjarnarson úr SR með 521,1 stig. Í kvennaflokki sigraði Jórunn Harðardóttir úr SR með 571,2 stig. Í stúlknaflokki sigraði Hafdís R. Heiðarsdóttir úr SA með 500,5 stig og í öðru sæti Klaudia A. Jablonska úr SA með 456,9 stig.
Nánar á úrslitasíðunni