Keppt er í Nordisk Trap á Norðurlandamótum.. Hér heima á öllum mótum STÍ auk innanfélagsmóta.
Aldur: 20 ára til að fá leyfi fyrir eigin byssu en 15 ára til æfinga hjá íþróttafélögum
Byssur: Oftast tvíhleyptar yfir undir haglabyssur en einnig er leyfilegt að nota hálfsjálfvirkar haglabyssur en þá skal magasínið þrengt þannig að það taki ekki nema 1 skot.
Búnaður: Hlífðargleraugu, oft sérhönnuð skotgleraugu, Heyrnarhlífar og skotvesti. Skot og leirskífur.
Færi: Breytilegt
Keppni: Skotið er á leirdúfur sem kastað er með sjálfvirkri kastvél úr einu skothúsi. Skotið er alls 25 skotum frá 5 pöllum sem liggja í hálfmána 15 metrum fyrir aftan skothúsið, í hverri umferð.
Félög: Skotfélag Reykjavíkur, Skotíþróttafélag Hafnarfjarðar, Skotfélag Akureyrar, Skotfélagið Markviss ofl.
Keppnir: Ca. einu sinni í mánuði á tímabilinu 1. apríl til 1. október.
Annað: Þessi grein er nýkomin inní STÍ og er talið að hún geti hentað öllum félögum vegna þess að einungis þarf eina kastvél til að stunda greinina.
Click edit button to change this text.