Keppni: Venjulega skotið 10 skotum á hverja skífu. Hvert skot gefur frá 0 og upp í 10 stig í undankeppni. 8 bestu karlar og 8 bestu konur keppa svo í final til úrslita. Í final er skotið 10 skotum. Einu á hverja skífu. Hvert skot gefur frá 0 og upp í 10,9 stig. Þ.e. árangur er mældur með aukastaf eftir því hve innarlega í hverjum hring skotið liggur. Árangur í final er svo lagður við árangur í undankeppni.
60 skot + ótakmarkaður fjöldi af upphitunarskotum. Öllum skotum skotið á innan við 1 klst og 45 mín.
Félög: Skotfélag Kópavogs, Skotfélag Reykjavíkur, Skotfélag Ólafsfjarðar, Skotfélag Akraness, Skotfélag Akureyrar, Skotdeild Keflavíkur.
Keppnir: Ca einu sinni í mánuði á tímabilinu 1. sept til 1. Júní
Annað: Frjáls skammbyssa er trúlega mesta nákvæmnisgrein skammbyssuskotfiminnar. Færið er 50 m og notuð er sama skotskífa og í 25 m greinunum.
Frjáls Skammbyssa
Keppt er í frjálsri skammbyssu á Heimsmeistaramótum, Evrópumótum, Norðurlandamótum. Hér heima á öllum mótum STÍ í skammbyssugreinum auk innanfélagsmóta.
Aldur: 22 ára en leyfi bundið við íþróttaiðkun.
Byssur: Allar cal.22lr. skammbyssur sem eru með opnum sigtum eru leyfðar svo lengi sem þær veita ekki stuðning upp fyrir úlnlið. Flestir nota sérhannaðar einsskota byssur með skefti sem nær utan um hendina. Gikkþyngd venjulega höfð mjög lítil. Aðeins nokkur grömm.Aðeins má hlaða með einu skoti í einu
Búnaður: Hlífðargleraugu, oft sérhönnuð skotgleraugu, Heyrnarhlífar, sjónauki, skot og skotskífur.
Færi: 50 metrar