Stöðluð Skammbyssa
Keppt er í staðlaðri skammbyssu á, heimsmeistaramótum, Evrópumótum, norðurlandamótum, Hér heima á öllum mótum STÍ í skammbyssugreinum auk innanfélagsmóta.
Aldur: 22 ára en leyfi bundið við íþróttaiðkun.
Byssur: Notaðar eru hálfsjálfvirkar cal.22lr. byssur og þurfa þær að uppfylla eftrifarandi skilyrði. Gikkþyngd má ekki vera minni en 1000 gr.
Heildarþyngd byssunnar má ekki vera meiri en 1400 gr, lengd hlaups má mest vera153mm og lengd milli sigta ekki meiri en 220 mm
Búnaður: Hlífðargleraugu, oft sérhönnuð skotgleraugu, Heyrnarhlífar, sjónauki. Skot. Skotskífur
Færi: 25 m
Keppni: Í keppni er skotið 60 skotum + 5 prufuskotum. Skotið er í 12 hrinum, 5 skotum í hverri. Byrjað er á 5 prufuskotum og síðan hefst keppnin.
- hluti er fjórar hrinur, 5 skot í hverri hrinu á innan við 150 sek.
- hluti er fjórar hrinur, 5 skot í hverri hrinu á innan við 20 sek.
- hluti er fjórar hrinur, 5 skot í hverri hrinu á innan við 10 sek.
Stigagjöf getur verið frá 0 og upp í 10 stig fyrir hvert skot og gefur samanlagður árangur úr öllum hlutum keppninnar heildarniðurstöðu.
Félög: Skotfélag Kópavogs, Skotfélag Reykjavíkur, Skotfélag Akureyrar, Skotdeild Keflavíkur, Skotfélag Akraness
Keppnir: U.þ.b. einu sinni í mánuði á tímabilinu 1. sept til 1. Júní
Annað: Til að geta sótt um leyfi til kaupa á skammbyssu af þessari gerð þarf umsækjandi að uppfylla ákveðin skilyrði, m.a. að hafa stundað íþróttaskotfimi í 2 ár.
Click edit button to change this text.