Stjórnarfundur STÍ haldinn á Teams kl. 12:00

Mættir eru Guðmundur Kr. , Jórunn Harðar, Valur Richter, Halldór Axelsson, Magnús Ragnarson.

Fundardagsskrá:

  1. Verkefni framundan
    1. Halldór fer yfir það sem er framundan
      1. Námskeið með Önnu Grete. Hún kemur á fimmtudag og mun Jórunn taka á móti henni.
        1. Sendur var póstur á öll félög varðandi námskeiðið.
        2. Jórunn sendi á þá sem voru á síðasta námskeið póst og hafa margir svarað þeim pósti, þó ekki allir.
      2. Vinna við svona verkefni verður haldið áfram sem ætlað er fyrir félögin til að aðstoða þau við að byggja upp þeirra starf.
    2. Halldór minnir á ferðasjóð og hvetur þau félög sem eiga rétt á styrk að huga að því.
    3. Jórun fer yfir RIG, en það verður haldið 24. -25. janúar. Jórunn er í sambandi við Ragnheiði sem vinnur við skipulagningu RIG.
      1. Jórunn spyr hvort við verðum með parakeppni, og yrði hún þá 25. janúar.
      2. Stjórn sammála um að gefa slaka á því að í parakeppni sé heimilt að hafa par úr tveimur félögum. Það er meiri hagsmunir meðan greinin er í kynningu að gefa slaka frá stífum reglum ISSF.
      3. Stjórn sammála að parakeppnin verði á sunnudeginum.
      4. Rætt um að auglýsa RIG til félaga og að bjóða iðkendum til að koma að horfa á final, og auðvitað fyrir félög að taka þátt.
      5. Rætt um reglur varðandi skotfatnað. Ekki til búnaður til að mæla og því verður ekki búnaðarskoðun og ekki gerðar kröfur aðrar en það sem er bersýnilega brot á reglum út frá sjónskoðun.
    4. Styttist í skotþing
      1. Þarf að huga að lagabreytingum. Það liggur fyrir að það þarf að yfirfara og uppfæra lög félagsins.
      2. Skotþing vanalega í apríl. Þarf að huga að dagssetningu og panta salinn fyrir þingið
    5. Ekki komið á hreint með Norðurlandafundinn, hvort að hann verði og þá hvenær. Halldór að vinna í því að fá á hreint með hann.
    6. Það er norðurlandamót á vegum NSR og þarf að skoða það. Það er aðeins keppt í unglingaflokki.
    7. Halldór fór aðeins yfir stórmót framundan á vegum ISSF og ESC. Ekkert komið frá ESC  en hjá ISSF er komið fram að aðeins HM í lok árs telji til ólympíuleikana. Stefnt á 3 mót á þessu ári erlendis í 50m, 300m og skeet.
    8. Í BR eru HM í Portúgal og svo hefur verið gefið út EM í miðkvektu grúppu. Ekki hefur komið til STÍ formlegt boð á það mót.
  2. Önnur mál
    1. Magnús leggur til að STÍ kaupir mælitæki, og byrji að taka stærri tækin núna með jöfnu millibili. Samþykkt a framkvæmdastjóri fari í að kaupa tæki til stífleika og þykktarmælingar á göllum.
      1. Rætt um að láta smíða kassa fyrir skammbyssur, hérna heima og selja félögum.
    2. Magnús spyr hvort STÍ þurfi ekki að gefa út á heimasíðu lágmörk til bæði ólympíuleika og lágmörk til keppni á stórmótum á vegum STÍ.  Stjórn sammála. Magnúsi falið að setja upp á heimasíðu.
      1. MQS fyrir ólympíleikum getur breyst fram að 31. júlí 2026
    3. Rætt um að uppfæra meistaraflokka í framhaldi og einnig með að breyta reglum þannig að íþróttamenn geti farið niður í 1. flokk, þ.e. að þeir þurfa að viðhalda flokknum. Verður útfært nánar.
    4. Magnús fer yfir að bæst hefur í hóp áhugasamra, en Magni hjá SR kæmi inn í teymi með að vinna við gagnagrunninn.
    5. Vinna við mótaskrá BR að hefjast.
    6. Vegna anna fellur næsti fundur, föstudaginn 16.01 niður.

Ekki fleira gert á fundi og fundi slitið 13:05