Stjórnarfundur haldin á Teams kl. 12:00

Mætt eru: Valur Richter, Magnús Ragnarsson, Jórunn Harðadóttir, Guðmundur Kr. Gíslason, Halldór Axelsson og Heiða Lára

Dagsskrá fundar:

  1. Formannafundur 2025
    1. Skráningar skila sér rólega inn. Aðeins 3 félög búin að skrá sig.
    2. Erindi undir önnur mál komið – erindi frá Skotíþróttafélagi Kópavogs, er vísað í það sem 1. mál undir önnur mál
    3. STÍ mun kynna sín mál á fundinum. Rætt hvort eigi að hafa almennar umræður um hvern lið eða hafa almennar umræður í lok liða.
    4. Leitað að tillögum að fundarstjóra, reynt að leita utan stjórnar.
  2. Styrkir vegna námskeiða.
    1. Styrkur var samþykktur vegna B námskeiðs fyrir nokkrum vikum. Rætt um hvernig stykjum skuli háttað í kringum þjálfarastarf félaga og menntun. Að STÍ styrki félög til þjálfunarmenntunar að undangenginni umsókn aðildarfélags.
    2. Erindi barst frá ISSF um hvort STÍ samþykkti aðila á C þjálfara námskeið í hagalbyssu. STÍ samþykkti það enda telst C námskeið vera félagsnámskeið eins og D þjálfaranámskeið. STÍ hvetur aðildarfélög og áhugasama íþróttamenn sem vilja leggja þjálfun fyrir sig um að sækja sér þjálfaramenntun hjá ISSF Academy, ESC og ÍSÍ.
  3. Önnur mál
    1. Erindi frá Skotíþróttafélagi Kópavogs vegna, en gerðar voru athugasemdir við hvernig var staðið að auglýsingu riffillnámskeiðs sem STÍ hélt í haust.
      1. Formaður mun senda bréf á stjórn Kópavogs. Haft var samband við þá sem stundað hafa og keppt í annarsvegar loftriffli og hinsvegar þrístöðu. Um var að ræða tilraunaverkefni á vegum STÍ. Stjórn biðst velvirðingar á því að þetta hafi ekki verið sent á öll félög, og verður framvegis hafður sá háttur á hjá STÍ. Þetta skýrist jafnframt af kröfum sem Anne Grete setti yfir námskeiðið um að þátttakendur hefðu keppnisreynslu.
    2. Í framhaldi rætt um áframhaldandi námskeið sem fyrirhuguð eru í janúar með Anne Grete, og svo öðrum þjálfurum í framhaldi. Haft verði samband við félögin og þau upplýst. Verði ætlað félögum sem stunda greinar eða hugi að hefja starf í þeim greinum.
    3. Erindi frá mótsstjóra landsmóts sem haldið var á vegum Skotíþróttafélags Kópavogs vegna túlkunar á reglum ISSF varðandi sport og staðlaða skammbyssu. Fyrirspurn send á ISSF sem staðfesti að túlkun dómara hafi verið rétt og ákvæði um hvað telst að hlaða byssu er þannig að það má ekki hlaða magasín fyrr en skipuninn “Það má hlaða” kemur, en það hefur gætt á misskilningi hvað þetta ákvæði varðar hjá mótshöldurum. Skot má ekki snerta byssu né magasín fyrr en skipun um að hlaða hefur verið gefin.
    4. Varðandi HM í HC á vegum WBSF í portúgal 2026, þá hafa allir svarað sem fengu boð. 4 af 6 þáðu boðið. Því verður haft samband við næstu aðila á styrkleikalista eftir fundinn.
    5. Rætt um nýjar riffillreglur ISSF, sem ekki hafa borist STÍ. Líklega taka gildi 1. janúar. Vantar líka upplýsingar um MQS fyrir ólympíuleika, en næstu evrpópuleikar munu verða uppá kvótapláss.
    6. Komin er áætlun um úthlutun úr afreksstjóði. Snýr mikið að Jón Þóri, en líka á öðrum sviðum. Er að koma töluvert meira en í fyrra. Mest af þessu er skilgreint mjög stíft í hvað það á að fara. T.d. í afreksmótun. Verið er að skoða tillögurnar og líta vel út.
    7. Drög að mótaskrá í haglagreinum komin til stjórnar. Farið yfir mótaskrá, nokkrir árekstrar í henni sem þarf að ræða betur.
    8. BR – nefnd þarf að kalla eftir mótatillögum fyrir BR mót fyrir sumarið.
    9. Einnig þarf að fá dagssetningu fyrir 300m riffill.