Stjórnarfundur STÍ haldin á Teams kl. 12:00
Mættir eru: Magnús Ragnarsson, Halldór Axelsson, Guðmundur Kr. Gíslason, Valur Richter, Ómar Örn Jónsson
Dagsskrá fundar:
- Formannafundur STÍ
- Tilllaga að dagssetningu, fimmtudaginn 11. desember kl. 17:00-19:00 og verði fundurinn haldinn á Teams.
- Fundardagsskrá rædd – nokkrir fundarpunktar ræddir
- Innra starf félagana og hvernig STÍ getur stutt félögin
- Þjálfaramál og stefna STÍ í þeim efnum
- Væntanlegt Skráningakerfi STÍ
- Skráningar til ÍSÍ
- Keppnisréttur og keppnistímabil.
- Dagssetning samþykkt. Stefnt á að senda á öll félög og héraðssambönd fyrir næsta þriðjudag.
- Hvert félag má senda tvo fulltrúa, sem séu úr stjórn og fundarmenn séu í mynd og hljóði.
- Póstur verði sendur út á félög til að tilnefna tvo fulltrúa
- Gagnagrunnur
-
- Magnús fer yfir vinnu við gagnagrunninn. Gagnatöflur eru að mestu klárar, en núna er vinna framundan við að útfæra sjálfvirkni í grunninum og birtingar sem birta helstu gögn. Magnús er að vinna í þessum með Sigurði Inga, sem mun vinna í framenda til að birta bæði skráningarform og birting úrslita, mótaskrár
- Kerfið inniheldur orðið hátt í 60 gagnatöflur, og getur haldið utan um allar greinar, félög, sambönd, mót, úrslit í öllum gerðum greina, þjálfara, þjálfara og dómarmenntun, keppnisrétt, kærur, spjöld, frádrætti, skotvelli, reglur skotgreina, met, eins og íslandsmet, héraðsmet, félagsmet. Hægt að halda bæði utan um innlend mót og erlend mót, innlenda sem erlenda keppendur, starfsmenn móta, innra skipulag móta, riðlar, slot og vellir ( Hentar haglagreinum og BR greinum) og flokkar og sjálfvirk uppfærsla og tilkynningar á flokkum (MQS)
- Aðrir þættir sem verið er að skoða. Undirviðburðir eins og keppnisæfing, búnaðarskoðun, verðlaunaafhending, Ranklistar og fleira sem mun örugglega falla til. Útfæra þegar mót fellur niður, útfærslu á leiðum til að færa inn alla iðkendur, skráning á úttekt á skotvöllum o.s.f.v.
- Næsta verk er að fylla inn fastar upplýsingar, eins og félög, reglur skotgreina, flokkar og þess háttar. Búið að setja inn þrjú mót og hefur það virkað vel.
-
- Keppnistímabil og keppnisréttur
- Keppnistímabil rædd. Okkar keppnistímabil skarast á við alþjoðleg keppnistímabil, og jafnframt ekki hægt að keppa í útgreinum eins og 50m prone því það er innan tímabils september – maí og því ekki hægt að keppa í því á sumrin sé dæmi tekið.
- Lagt til að keppnistímabil verði almannaksárið. Hefur ekki áhrif á að það hvenær mótanefnd setur mót en einfaldar mótahald og býður uppá meiri sveigjanleika, ásamt því að samræmast betur alþjóðlegu mótahaldi.
- Stjórn sammála að keppnistímabil verði almannaksárið. Samþykkt einróma.
- Stjórn útfærir breytingarnar.
- Rætt um keppnisrétt. Með þessari breytingu er lagt til að keppnisréttur verði aðeins hjá einu félagi. Það tíðkast í öllum íþróttum að keppnisréttur sé bara hjá einu félagi. Í dag er hægt að vera með einn keppnisrétt á hverju keppnistímabili, en hér hafa verið tvö keppnistímabil sem verður nú eitt.
- Stjórn er sammála að það sé keppnisréttur aðeins hjá einu félagi. Mjög erfitt er að halda úti skrá um keppnisrétt.
- Stjórn bendir aðildarfélögum á að allir félagsmenn eigi að fá sömu þjónustu innan félags, óháð keppnisrétti, enda greiði félagsmaður sömu gjöld.
- Lagt til að keppnisréttur verið aðeins hjá einu félagi.
- Samþykkt með fyrirvara um að tillagan verði borin undir ÍSÍ og þeir sjái ekki annmarka á þessari ákvörðun.
- Keppnistímabil rædd. Okkar keppnistímabil skarast á við alþjoðleg keppnistímabil, og jafnframt ekki hægt að keppa í útgreinum eins og 50m prone því það er innan tímabils september – maí og því ekki hægt að keppa í því á sumrin sé dæmi tekið.
- Önnur mál
- Bréf STÍ til ráðuneytis. Sent 5. september, ítrekun 22. oktober. Senda aðra ítrekun og setja ÍSÍ í cc. Engin svör borist ennþá
- Framkvæmdastjóri sendir .2 ítrekun
- Tölvupóstur sendur á alla sem býst að fara á HM. Frestur til að svara gefinn til 10. desember.
- Formannafundur ÍSÍ er haldin í dag. Halldór fór fer á fundinn fyrir STÍ.
- UMFÍ búið að semja við Abler að við næstu skýrsluskil eigi að skila inn staðfestingu um að sakaskrá hafi verið skilað inn. Hvatning til félaga sem eru með unglingastarf að óska eftir sakavottorðum allra sem sinna þjálfun og stjórnir félaga.
- Bréf STÍ til ráðuneytis. Sent 5. september, ítrekun 22. oktober. Senda aðra ítrekun og setja ÍSÍ í cc. Engin svör borist ennþá