Stjórnarfundur STÍ 14.11.2025 haldin á Teams kl. 12:00

Mættir eru: Halldór Axelsson, Magnús Ragnarsson, Heiða Lára, Ómar Örn Jónsson.

Valur Richter er fjarverandi vegna þáttöku í HM í kúlugreinum.

Dagnsskrá fundar

  1. Halldór fer yfir helstu mál sem eru í gangi núna.
    1. Tímabilið hjá ISSF er í raun lokið á þessu ári. HM er síðasta mótið á tímabilinu.
    2. Núna er biðstaða á styrkjamálum í afrekssjóðum. Núna er verið að fara yfir umsóknir. Núna vitum við ekki hvað við megum reikna með miklu fjármagni og því erfitt að skipuleggja næsta tímabil, þar til við vitum hvað við fáum úr styrkjunum.
    3. Ekki er búið að senda inn umsóknina til ISSF um uppbyggingarstyrk, en það er frestur til 1. desember og verður sótt um fyrir það.
    4. ESC var að senda út stefnuáætlun.
    5. Halldór missti af fundi varðandi Börn og Unglinga hjá ÍSÍ
    6. Formannafundur ÍSÍ verður haldin á Akranesi næstu helgi. Halldór fer fyrir hönd STÍ
    7. Beðið er niðurstöðu úr launasjóðnum, en virðist lítið vera að frétta þar eins og er. Myndi bæta aðstöðu afreksfólks ef það fengist úr því.
    8. Rætt um fund NRS. Um er að ræða samtök skotsambanda landa á norðurslóðum. Verið að skipuleggja fundin. Dagssetningar hafa ekki verið staðfestar ennþá en mun stjórn halda áfram.
    9. Jón Þór og Valur kepptu í dag í 50m liggjandi. Jón Þór endaði í 25. sæti af tæpum 80 keppendun. Valur Richter á sínu fyrsta móti og hafnaði í 63. sæti.
    10. Jón Þór á eftir að keppa í 300m og verður fylgst með því.
  2. Formannafundur
    1. STÍ búið að tala um að halda formannafund helst á þessu ári.
    2. Rætt um að halda hann á Teams, sem myndi auðvelda að skipuleggja tímasetningu og aðkomu allra.
    3. Stjórn mun skipuleggja dagssetningu og setja saman dagsskrá fram að næsta stjórnarfund. Formaður tekur að sér að leiða þessa vinnu.
  3. Önnur mál
    1. Bréf til ráðuneytis. Bréf sent 5. september, og svo ítrekun 22. október. Bréf móttekiðmeð sjálfvirkri svörun en ekki verið haft samband. Rætt hvaða skref skuli taka næst þar sem ekki hefur ennþá verið boðið samtal þrátt fyrir að rúmir tveir mánuður síðan erindi var sent. Ítrekunarpóstur var sendur með cc á báða aðstoðarmenn ráðherra og skrifustofustjóra. Rætt um að senda eina ítrekun til viðbótar áður en farið verður í frekari aðgerðir.

Ekki fleira gert á fundi og fundi slitið 12:50