Stjónarfundur STÍ haldin á Teams kl. 12:00
Mættir eru: Halldór Axelsson, Guðmundur Kr. Gíslason, Jórunn Harðardóttir, Magnús Ragnarsson, Valur Richter, Heiða Lára
Dagsskrá fundar
- Aðalfundur ESC – Halldór
- Halldór fór yfir aðafund Evrópska skotsambandsins. Alexander Ratner var kosinn aftur sem forseti ESC til 4 ára.
- Ísland kaus Nissinen, en hún hlaut ekki kosningu. 7 af 11 sem Ísland lagði til í framkvæmdastjórn voru kosnir. Þar af tveir frá Norðurlöndunum.
- Það er styrt samband milli ISSF og ESC sem er ekki gott ástand í skotheiminum.
- Kom fram að það væru að koma miklir peningar inn í ESC.
- Verið að þrýsta á að Evrópulistinn yrði virkjaður aftur.
- Einnig var fundur NSR. Óskað eftir að haldin verði Norðurlandafundur NSR í mars á næsta ári hér á Íslandi. Mögulega verði það 12.-15. mars eða 19.-21 mars. STÍ mun bera þónokkurn kostnað og þótt eitthvað sé greitt af sambandinu. STÍ þarf að leggja tilakstur milli staða, eina máltíð fyrir NSR og fleira. Kostnaður gæti numið á milli 1 – 2 milljónir. Rætt um nánari útfærslur, en verður tekið betur fyrir síðar.
- Önnur mál tengd aðalfundi ISSF framundan rædd.
- RIG – Jórunn
- SFK er tilbúið að vinna með SR að koma að mótahaldinu. Verður í Laugardalum. SFK leggur til Megalink skotgildrur búnað. STÍ er mótshaldari mótsins með aðstoð SFK og SR. Rætt um að auglýsa þetta vel. Heiða Lára spyr hvort það verlið liðakeppni aftur. Tekið vel í það og lagt til að það verði MIXED TEAM í bæði loftskammbyssu og loftriffli.
- Benchrest – Magnús
- Magnús leggur fram fundargerð BR-nefndar til kynningar.
- Fundargerð BR-nefndar
- Magnús kynnir tillögur nefndarinnar.
- Ein fyrirspurn kom varðandi stuðning við þá sem ná A lágmörkum, og B lágmörkum.
- Tillögur samþykktar frá Benchrest nefnd. BR-nefnd mun vera í samband við hlutaðeigandi sem allra fyrst og óskað svara.
- Umsókn um styrk v. þjálfaramenntunar
- Innkomin ósk um meðmæli frá STÍ til að fara á B námskeið hjá ISSF Academy. Einnig ósk um afstöðu STÍ til styrkja vegna þannig námskeiðs
- Umsækjandi starfar sem þjálfari hjá sínu félagi og er virkur í því með skipulagða þjálfun. Hann uppfyllir öll skilyrði af hálfu STÍ og því er það samþykkt af stjórn.
- Education – ISSF Academy
- Námskeiðið kostar 2600 Evrur, fyrir utan flugið. Um er að ræða 6 vikna netnámskeið og 1 vika á staðnum. Skilyrði er að hafa verið virkur og vera starfandi sem þjálfari með C réttindi og hafa meðmæli síns aðildarsambands.
- Lagt til 100.000 kr. styrk sem íþróttafélag umsækjanda getur sótt um fyrir hans hönd vegna B námskeiðs á vegum ISSF.
- Skilyrði fyrir styrk vegna B námskeiðs, er að þjálfari sé starfandi sem hjá sínu félagi og hafa lokið D og C þjálfararéttindum ISSF og hafa þjálfararéttindi hjá ÍSÍ.
- Samþykkt af stjórn.
- Innkomin ósk um meðmæli frá STÍ til að fara á B námskeið hjá ISSF Academy. Einnig ósk um afstöðu STÍ til styrkja vegna þannig námskeiðs
- Önnur mál
- Rætt um búnað til búnaðarskoðunar og aðkomu STÍ að því. Verður rætt aftur síðar þegar nýjar reglur ISSF verða staðfestar.
- Halldór lýsir yfir að mikil ánægja var með það sem Anne Greta var að gera. Halldór vill halda áfram með svona verkefni með henni, og Jórunn myndi verkefnastýra því. Einnig kemur til tals að nýta Matthías Haan, með skammbyssugreinum og Peter Pakk við að efla þjáflunarmál hjá skotíþróttafélögum. Stjórn sammála að halda áfram að byggja upp menntun innan félaga meðal þjálfara.
Ekki fleira á fundi.
Fundi slitið kl. 13:05