Stjórnarfundur STÍ haldinn á Teams 17.10.2025 kl. 12:00

Mættir eru: Halldór Axelsson, Jórunn Harðardóttir, Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir,  Guðmundur Kr. Gíslason, Ómar Örn Jónsson

Dagskrá:

  1. Undanfarin verkefni og framhald.
    1. Jórunn fer yfir vinnustofu í riffilgreinum með Anne Grete sem var haldin síðustu helgi.
      1. Námskeiðið fór mjög vel fram og mikil ánægja með það. Það var tveir dagar. Það var tvískipt en fyrst var farið yfir standandi stöðu, og síðari daginn var farið yfir liggjandi og krjúpandi stöðu. Hópurinn var þrískiptur, þannig að sumir voru ekki að skjóta heldur að fá leiðsögn, einhverjir voru að skjóta, og svo einhverjir bæði að skjóta og læra hvernir átti að kenna.  Þetta var bæði verklegt en líka bóklegt, bæði á töflu og í fyrirlestrarformi. Að sögn Jórunnar var Anne Grete mjög ánægð með námskeiðið og kvaðst hafa lært sjálf mikið á því. Aðalheiður var á námskeiðinu og tók undir með Jórunni.
      2. Jórunn kom því á framfæri að Anne Grete væri til í að koma aftur og var með hugmyndir eins og “Developement and coaching for shooters.” Einnig nefndi hún eins og “National Team development” sem gæti útlagst sem þróun og þjálfun landsliðshóps.
      3. Jórunn vildi kanna áhuga stjórnar á að fá hana aftur og nefndi dagssetningarnar 17. til 18. janúar.  Stjórn tók vel í það og Jórunni falið að útfæra það nánar.
    2. Halldór fór yfir Heimsmeistaramótið í haglagreinum sem var haldið í Athenu í Grikklandi dagana 8. – 19. október: ISSF – International Shooting Sport Federation
      1. Árangur var ágætur á mótinu en Hákon skaut 116, Aron Logi 115 og Jakob Þór 106 dúfur í undanúrslitum.
      2. Þessi árangur verður til þess að Hákon mun hækka á heimslista og Aron Logi komast inn á heimslistann í skeet karla.  Standa vonir til þess að Jakob haldist á listanum en hann átti mjög gott skor í byrjun árs eða 120.
      3. Þetta skiptir máli varðandi umsóknir í afrekssjóð í framhaldi
    3. Halldór sagði marga fundi hafa verið haldna þarna úti, en aðalfundur Evrópska skotsambandinu sem verður í Armeníu næstu helgi. Halldór fer á fundinn fyrir hönd Íslandi. Meðal málefna er að taka upp ranklista hjá ESC sem hafa ekki verið í nokkur ár.
  2.  Umsókn í afrekssjóð.
    1. Halldór fer yfir umsókn í afrekssjóð. Þetta er stærsta umsóknin sem sótt er um á hverju ári og mjög fyrirferðarmikil. Það tekur marga daga að fylla út eyðublöðin, en þau ættu að berast fyrir helgi þar sem verið var að ákveða reglur og úthlutunarupphæðir á kynningarfundi í gær. Gefnar eru tvær vikur til að skila umsóknunum eða um næstu mánaðarmót. Þetta er sú umsókn sem skilar mestu fyrir STÍ varðandi beina styrki. Þetta eru umsóknir um mót og keppnir sem sótt er um fyrir og þarf að tilgreina hverja keppni og hvert lið sem sótt er um fyrir. Einnig er umsókn í afreksmótun, og svo stuðningsaðilastyrkir, en STÍ hefur minna nýtt það, það þarf að rökstyðja það mjög vel. Tíminn er mjög stuttur en ÍSÍ er mánuði seinna að koma með þetta en síðustu ár. Það er meiri peningur í pottinum núna og hátt í 300.000.000 krónum meira sem skiptist á allt afreksstarf í landinu, svo sú hækkun sem kæmi í hlut STÍ yrði kannski ekki svo há þar sem þetta dreifst á um 30 sérsambönd. Þrátt fyrir mjög góðan árangur á árinu þá er styrkjum skipt eftir flokkum, t.d. fá Olympískar greinar meira en ekki Olympískar o.s.f.v.
    2. Ekki var búið að tilkynna heldur neitt úr launasjóðnum ætlaðum afreksíþróttamönnum. Þeir sjóðir skipta okkar fólk máli þar sem æfingakostnaður er mikill, sérstaklega skot og hringir.
    3. Halldór fór yfir aðra þætti varðandi árangra og annað sem tekið er til varðandi styrkhæfi úr afrekssjóðnum. T.d. gilda mót innanlands ekki neitt, Norðurlandamót ekki neitt og Smáþjóðaleikar ekki heldur. Það eru bara stærri mót sem telja. Evrópubikarmót, Evrópumeistaramót, heimsbikarmót og heimsmeistaramót og svo Olympíuleikar mest.
    4. Hægt er að sækja um styrki í verkefni líka, eins og þjálfun Anne Grete, eða afreksmótun.
    5. Niðurstaða úr umsóknum verða ekki kynnt fyrir en öðru hvoru megin við áramót
  3. RIG.
    1. Jórunn fór yfir RIG (Reykjavík International Games). Búið að hafa samband við hana frá framkvæmdastjóra RIG, og kanna hvort mótið verður aftur í Laugardal eins og síðast. Það veltur á því hvort rétta fólkið finnist til að stýra því. Jórunn sagðist ekki vera búinn að ná í Sigurðu hjá Kópavogi og ætlaði að setja sig í samband við hann. Ef Skotkóp er tilbúið að aðstoða við þetta er þetta hægt en að öðrum kosti yrði það haldið í Egilshöll. Það þarf bæði tæknikunnáttu og mannskap til að keyra það í Laugardalnum. Skoðað að þetta verði í Egilshöll nema takist að manna bæði með tæknmönnum og uppsetningaraðilum. Skothluti RIG verður 24. og 25. janúar.
    2. Verður tekið upp á næsta fundi STÍ
  4. Önnur mál.
    1. Rætt um heiðurskaffi haldið til handa Jóhannesi Frank í Keflavík. Stjórn á erfitt með að manna, þar sem stjórnarmenn eiga illa heimagengt. Halldór mun vera í sambandi við Bjarna hjá Skotdeild Keflavíkur og Jóhannes Frank. Það kom fram að STÍ hefur þegar gengið frá við Jóhannes að greiða honum útlagðan kostnað við heimsmeistaramótið.
    2. Halldór fór yfir vinnu Magnúsar á gagnagrunni fyrir STÍ, en Magnús hefur unnið við hönnun á grunninum síðasliðin misseri. Halldór nefndi að honum þætti eðlilegt að greitt væri fyrir vinnu sem þessa, enda ekki eðililegt að svona vinna sé gerð öll í sjálfboðastarfi. Framkvæmdastjóra falið að skoða útfærslu í samráði við Magnús og jafnframt verði skoðað hjá ÍSÍ með styrki í svona verkefni fyrir sérsambönd.
    3. Guðmundur segir að gögn vegna HM 2026 í Portúgal í HC hjá WBSF voru að koma. Hann spyr Magnús og Aðalheiði hvort að lágmörk liggi fyrir hjá BR nenfdinni. Magnús segir að vinnan sé í gangi, og muni hann leggja tillögur fyrir nefndina í næstu viku, en samtal hefur verið innan nefndarinnar síðustu daga. Markmiðið er að setja reglur og viðmið til framtíðar, en ekki bara fyrir eitt mót. Hugmyndin er ekki ósvipuð og er þegar notast við í öðrum greinum STÍ. Aðalheiður bætir við að það sé þá líka horft í keppnisreynslu, að það sé ekki bara eitt mót á tímabilinu sem dugi. Magnús nefnir í því samhengi að reglan yrði meðaltal af 3 bestu mótum, og ef það eru bara tvö mót eða eitt, þá hefur það sjálfkrafa áhrif á útreikninga, þar sem þau mót sem uppá vantar teldu núll stig. Halldór bætir við að það er í samræmi við það sem STÍ hefur gert undanfarin ár, að miða við bestu mótin, þar með talin erlend mót, einnig Grand Prix mót og þannig mót sem keppendur fara á, á eigin vegum. Aðalheiður lagði til að það verði farið að auglýsa þetta fljótlega þannig að fólk viti af þessu og geti séð hvar það stendur.
    4. Halldór fer yfir að núna er alþjóðlega keppnistímabilinu að ljúka hjá ISSF í bæði kúlu og haglagreinum. Okkar tímabil í kúlugreinum er bara að byrja. Reikna má með að næsta alþjóðlega mótið í loftgreinum gæti verið í febrúar/mars, evrópumeistaramóti. Jórunn bendir á að European Championship verði haldið 27. febrúar til 8. mars í loftgreinum og verður haldið í Armeníu. Jórunn bendir á að H&N Cup í Munchen sé á sama tíma og RIG verður á Íslandi, og Intershoot verður 5.-6. febrúar, en bæði eru mjög sterk Grand Prix mót í lofgreinum.
    5. Erindi tekið fyrir sem barst STÍ. Ósk kom frá íþróttamanni um að fá að fara á dómarastigs námskeið hjá ISSF. Erindið barst tveimur dögum fyrir lokaskráningafrest. Það er ekki hægt að afgreiða erindi með svo stuttum fyririrvara. Rætt um umsóknina, en það verður að liggja fyrir dómarareynsla og umsækjandi þarf að hafa komið að dómgæslu og vera virkur dómari til að STÍ styrkji aðila til að fara erlendis og taki dómararéttindi. STÍ mun ekki standa í vegi fyrir að áhugasamur einstaklingur sæki námskeið á eigin vegum og eigin kostnað. Framkvæmdastjóri mun svara erindinu. Það er þó afstaða STÍ að það vantar dómara á Íslandi með réttindi.
    6. Halldór verður á fundi ESC þegar næsti fundur verður, skoðað hvort hægt verði hægt að hafa fundinn á öðrum degi en föstudegi, en kemur í ljós í vikunni.

Ekki fleira á fundi og fundi slitið kl. 13:00