Stjórnarfundur STÍ haldin á Teams kl. 12:00
Mætt eru: Halldór Axelsson, Guðmundur Kr. Heiða Lára, Valur Richter, Magnús Ragnarsson
Dagskrá fundar:
- Umræða um sér styrki til handa nýbökuðum Evrópu og Heimsmeisturum í riffil greinum, Jóni Þóri Sigurðssyni og Jóhannesi Frank Jóhannessyni.
- Rætt um styrki vegna árangurs. Lagt til að styrkja þá sérstaklega vegna þessa frábær árangurs. Um er að ræða fyrsta heimsmeistartitil í skotfimi hjá Íslendingi, og jafnframt fyrsta evrópumeistaratitil á þessu ári hjá Jóni Þór. Venjan hjá STÍ og íþróttahreyfingunni er að styrkir séu í formi greiðslu á útlögðum kostnaði. STÍ mun leggja sig fram í að að fá ÍSÍ til að viðukenna Benchrest hjá sér. Þessar greinar eru mikilvægar og iðkun er hjá miklu aldursbili og margir iðkunn í þessum greinum.
- Stjórn samþykkir að greiða útlagðan kostnað fyrir Jóhannes Frank Jóhannessonar vegna afburðar árangurs. Gjaldkera falið að greiða útlagðan kostan gegn framvísun reiknina.
- Stjórn samþykkir að styrkja Jón Þór jafnframt með sambærilegum hætti vegna Evrópumeistaratitli og verður það útfært nánar.
- Tillaga að sérgreinahluta skotíþrótta í þjálfaranámi ÍSÍ.
- Tillgagan samþykkt og ritara falið að setja sig í samband við ÍSÍ og koma þessari tillögu á framfæri.
- Önnur mál.
- Magnús fór aðeins yfir gagnagrunninn og bakendann sem er í vinnslu. Hvaða möguleikar munu verða í kerfinu komist það á koppinn.
- Jón Þór var að fara á Lapua European Cup Final í Sagreb í Króatíu í morgun að keppa 300metra liggjandi. Jón Þór er efstur í þessari mótaröð eins og staðan er í dag. Um er að ræða lokakeppn í þessari mótaröð há ESC.
- Rætt um lyfjaeftirlit og lyfjamál.
Ekki fleira gert á fundi og fundi slitið 13:05