Stjórnarfundur STÍ haldin á Teams kl. 12:00

Mætt eru: Halldór Axelsson, Guðmundur Kr. Heiða Lára, Valur Richter, Magnús Ragnarsson

Dagskrá fundar:

  1. Umræða um sér styrki til handa nýbökuðum Evrópu og Heimsmeisturum í riffil greinum, Jóni Þóri Sigurðssyni og Jóhannesi Frank Jóhannessyni.
    1. Rætt um styrki vegna árangurs. Lagt til að styrkja þá sérstaklega vegna þessa frábær árangurs. Um er að ræða fyrsta heimsmeistartitil í skotfimi hjá Íslendingi, og jafnframt fyrsta evrópumeistaratitil á þessu ári hjá Jóni Þór. Venjan hjá STÍ og íþróttahreyfingunni er að styrkir séu í formi greiðslu á útlögðum kostnaði. STÍ mun leggja sig fram í að að fá ÍSÍ til að viðukenna Benchrest hjá sér. Þessar greinar eru mikilvægar og iðkun er hjá miklu aldursbili og margir iðkunn í þessum greinum.
    2. Stjórn samþykkir að greiða útlagðan kostnað fyrir Jóhannes Frank Jóhannessonar vegna afburðar árangurs. Gjaldkera falið að greiða útlagðan kostan gegn framvísun reiknina.
    3. Stjórn samþykkir að styrkja Jón Þór jafnframt með sambærilegum hætti vegna Evrópumeistaratitli og verður það útfært nánar.
  2. Tillaga að sérgreinahluta skotíþrótta í þjálfaranámi ÍSÍ.
    1. Tillgagan samþykkt og ritara falið að setja sig í samband við ÍSÍ og koma þessari tillögu á framfæri.
  3. Önnur mál.
    1. Magnús fór aðeins yfir gagnagrunninn og bakendann sem er í vinnslu. Hvaða möguleikar munu verða í kerfinu komist það á koppinn.
    2. Jón Þór var að fara á Lapua European Cup Final í Sagreb í Króatíu í morgun að keppa 300metra liggjandi. Jón Þór er efstur í þessari mótaröð eins og staðan er í dag. Um er að ræða lokakeppn í þessari mótaröð há ESC.
    3. Rætt um lyfjaeftirlit og lyfjamál.

Ekki fleira gert á fundi og fundi slitið 13:05