Stjórnarfundur haldin á teams kl. 12:00

Mættir eru: Jórunn Harðardóttir, Magnús Ragnarsson, Halldór Axelsson, Aðalheiður Lára Guðmundsdóttir, Ómar Örn Jónsson og Valur Richter

Dagskrá:

  1. Málefni Bench Rest.
    1. Heiða Lára lagði fram Samantekt um HM í Finnlandi
    2. Formaður vill koma á framfæri skilaboðum varðandi BR mál. Leggur áherslur á að málefni BR verði hjá BR nefndinni. Vill að ákvarðanir sé gerðar þar og svo kynntar stjórn. Þótt að hann hafi lýst sinni skoðun á málefnum þá sé það BR nefndar að ákvarða þessa hluti. Rætt um þessi málefni, t.d. að það sé aðlögunatími þegar kemur að miklum breytingum á mótafyrirkomulagi og kröfum sem gerðar. Því er lagt til að tillögur komi frá BR nefnd um þessi málefni og svo lögð fyrir stjórn.
    3. Aðalheiður minnist á kærugjöld og kærutíma. Nefnt að þetta er í öllum greinum innan STÍ. Það eru 30 mínútur eftir að keppni lýkur, og er samhljoða reglum ISSF.  Kærugjald er skilgrein í alþjóðareglunum og lagt til að STÍ gefi út gjaldið í ISK. Einnig minnst á kærublöð. Magnús var með kærublað fyrir Benchrest. En gera þarf það aðgengilegt á vefnum. Kærublað WBSF
  2. Gagnagrunnur.
    1. Magnús fer yfir gagnagrunn fyrir STÍ. Innblástur tekin m.a. frá mótakerfi Frjálsíþróttasambandi Íslands og því að erfitt er að leita í mótaskýrslum og uppfæra þarf allt handvirkt, bæði úrslit, met og árangra eftir hvert mót sem hægt væri að einfalda, bæði fyrir STÍ og ekki síður íþróttamennina sjálfa.
    2. Fyrir liggur að það vantar kerfi til að halda utan um úrslit. Bent hefur verið á LEIRDUE.NET en það er notað hjá skotfélögum á norðurlöndunum til að halda utan um Skeet, sporting og nordisk trap.
    3. Magnús hefur verið að vinna við að útbúa gagnagrunn til að halda utan um allar skotíþróttir sem stundaðar eru hjá STÍ. Um er að ræða gangagrunn, keyrður í PostgreSQL gagnagrunni og notast við Postgrest bakendakerfi (REST API). Gagnagrunnurinn sjálfur er vel á veg komin en það vantar framenda, en það er viðmótið sem notandinn notar. Hugmyndin væri að það væri aðgangur fyrir almenning, aðgangur fyrir íþróttamannin þar sem hann getur alla sína sögu, aðgangur fyrir mótshaldara til að sýsla með mót og skrá úrslit og svo aðgangur fyrir STí fyrir tölfræði og utanumhald. Til að klára framenda þyrfti utanaðkomandi aðstoð.
    4. Nokkrir hlekkir á bakendan sem inniheldur prufugögn:
      1. api.skyttur.is/disciplines
      2. api.skyttur.is/clubs
      3. api.skyttur.is/competitions
      4. ER mynd af gagnagrunni eins og hann stendur núna.
    5. Taka þarf afstöðu til þess hvort halda eigi áfram með vinnu við eigin gagnagrunn og kaupa þjónstu til að klára framenda eða skoða aðra möguleika.
    6. Stjórn vill skoða að halda áfram með að láta smíða gagnagrunn fyrir STÍ. Magnúsi falið að leiða vinnuna áfram og athuga með aðila til að koma að vinnunni.
  3. Önnur mál.
    1. Ekki hafa borist athugasemdir við mótaskrá innigreina. Frestur rennur út á morgun.
    2. Bréf frá ÍSÍ varðandi sérgreinahluta STÍ varðandi þjálfaramál.
      1. Póstur frá ÍSÍ varðandi sérgreinahluta STÍ vegna þjálfunarstigs. Hugmyndin er að tengja nám ISSF-Academy við sérgreinahluta ÍSÍ og það stenst kröfur. Óskað eftir því að þjálfaranefnd að skila áliti á þessu fyrir næsta föstudag.
    3. Nýtt aðildarfélag STÍ. Ungmennasamband Vestur-Skaftafellssýslu (USVS) hefur tilkynnt að Ungmennafélagið Katla hefur hafið starf í skotíþróttum og bætist við aðildarfélög STÍ. Munu þau leggja áherslu á ungmennastarf til að byrja með, með laser byssum en einnig er undirbúningur í gangi með að hefja starf í loftgreinum.