Stjórnarfundur haldin á Teams hóft kl. 12:00

Mættir eru Guðmundur Kr. Gíslason, Halldór Axelsson, Jórunn Harðardóttir, Magnús Ragnarsson, Ómar Örn Jónsson, Valur Richter og Heiða Lára Guðmundsdóttir

Fundardagsskrá:

Halldór vildi koma á framfæri þeim fréttum um að STÍ hefði fengið staðfest að Hákon Þór Svavarsson hafi fengið Olympic Solidarity styrk sem tryggir honum 900 dollara greiðslu á mánuði fram að næstu ólympíuleikum. Þetta væru frábærar fréttir.

  1. Málefni bench Rest.
    1. Magnús kynnir fundargerð BR fundar sem hægt er að nálgast hér: Fundur BR-nefndar STÍ 10.09.2025 – SKOTÍÞRÓTTASAMBAND ÍSLANDS
    2. Farið yfir fundin og þau mál sem komu upp á fundinum rædd.
    3. Rætt var um ákvörðun sem stendur til að taka varðandi stærðir á skífum. Hugmyndir ræddar um hvernig best sé að koma þessum upplýsingum til iðkenda, rætt um skoðanakönnun og fleirra. Stjórn samþykk því að BR nefnd sjái um að ákvarða þetta, enda er hún tengdust grasrótinni og var kosinn til þess að sjá um þessi málefni. BR nefnd falið að taka samtal við grasrótina. ræða við þá sem hafa þekkingu og taka svo afstöðu til þessa liðs og undirbúa tillöguna.
    4. Farið yfir skorlista fyrir HC. Rætt um samanburð við þau mót sem á að miða við, þ.e. erlend mót. Bent á að það sé erfitt að bera saman hálft mót á móti heilu móti. Halldór óskar eftir að fara yfir þessi mál í lok þessa dagsskráliðs.
    5. Rætt um samninga við Icelandair. Halldór sagði að þessi vinna væri í gangi með ÍSÍ. Það væri alveg skýrt að samningur varðandi þetta næði aðeins fyrir keppnisferðir á vegum STÍ, og væri aðeins bundið við Icelandir.
    6. Rætt um uppfærslur á Íslandsmetum á heimasíðu. Magnús lagði til að það væri gefið út verklag. Það er ekki hægt að taka á móti í skilaboðum. Það verði skýrt að mót verður ekki samþykkt fyrr en staðfest mótaskýrsla berst og svo verði meint Íslandsmet svo yfirfarin á stjórnarfundin og samþykkt í framhaldi og birt teljist þau viðurkennd. STÍ skerpi á þessu hjá sér og jafnframt mun skerpa á því við mótshaldara að skila stöðluðum mótaskýrslum á réttum tíma.
    7. Í framhaldi rætt um mótaskýrslur og hvort að þær verði ekki að vera aðgengilegri á síðu STÍ. Stjórn sammála og mun fara í þessa vinnu. Það þarf að staðla allar tóm eyðublöð og það verði þá að skila til STÍ. Það hafa verið vanhöld á þessu og sumir mótshaldara hafa verið að skila blöðum sem ekki eru eftir forskrift STÍ, vantar fæðingarár, eða upplýsingar um búnað sem ekki á heima á mótaskýrslum til STÍ. Magnús mun fara í að uppfæra mótaskýrslu og gera þær aðgengilegar á vefnum.
    8. Rætt um skráningar á mót, sem hafa komið upp og hvort íþróttamenn fái að skrá sig sjálfir. Stjórn bendir á að það er vandamál félags ef skráning skilar sér ekki. Það er skýrt að það eru félögin sem sjái um skráningar enda eru þau að senda keppendur á mót. Það er gert til að tryggja að keppendur sem koma á mót hafi sannarlega keppnisrétt. Íþróttamenn geta kvartað til STÍ ef félög sinni þessu ekki eða illa.
    9. Halldór fer yfir kröfur STÍ til allra greina sem afreksstjóri STÍ. Halldór tekur fram að þetta eru hans persónulegu skoðanir. STÍ hefur gert það kröfu til greina undir hatti STÍ að keppt sé í mótum hér á Íslandi eftir reglum alþjóðasambandana, og hefur það verið krafa til greina svo hægt sé að búa til áreiðanlega styrkleikalista og mót séu samanburðarhæf og hefur þessu verið breytt í öllum helstu greinum ISSF og Sporting. Benchrest getur ekki verið undantekning þar á. Benchrest er nýleg grein innan STÍ og hefur verið að þróast en það verði að vera markmiðið að keppt sé á sama hátt og keppt er erlendis, og það er erfitt að meta mót sem er aðeins 750 stig á móti 1500 stig sem löglegt mót er, og er haldið á tveimur dögum. Þessi vegferð var farin í Skeet, og svo kúlugreinum og í dag er mót ekki viðurkennt á Íslandi í t.d. Skeet nema það sé 125 dúfu mót og haldið á tveimur dögum. Það er hægt að halda hálf mót en þau myndu þá ekki telja til árangurs til mats á styrkleika uppá að getað keppt á erlendum stórmótum. Benchrest verður að vinna undir sama hatti ef sú grein vill fá sömu fyrirgreiðslu og gera verður þá sömu kröfur til benchrest og annara greina inna STÍ. Vilji er til þess að jaft gangi yfir allar greinar og þá verða kröfur að vera þær sömu. Þetta þurfi ekki að þýða að öll mót þurfi að vera haldin svona, heldur þau mót sem STÍ muni nota til að telja til stiga og árangurs og til mats á því hverjir munu keppa alþjóðlega á heims og evrópumeistaramótum.
      Halldór fer einnig yfir að það hefur verið mjög skýr krafa hjá STÍ að íþróttamenn fari ekki á stórmót nema þeir hafi náð til þess lágmarksárangri og hefur enginn farið á HM eða EM í ISSF greinum nema að hafa náð til þess bærum árangri. Hann fagnar því að BR-nefndin sé búin að setja lágmörk en hvetur nefndina til að setja B- lágmörk líka. Þannig er því háttað í öðrum greinum STÍ. Það þarf að ná lágmarki til að eiga möguleika á að keppa á stórmóti eins og HM eða EM, og svo eru B-lágmörk sem bjóða uppá að þeir sem náð hafa B-lágmörkum geti farið ef vantar í lið. Það er mikið að Grand-Prix og open mótum sem íþróttamenn geta skráð sig á að vild. Það sé skýr stefna STÍ að á stórmót á vegum alþjóðasambandana, eins og HM fari aðeins keppendur sem eigi erindi, og hafa náð lágmörkum. Oft hefur STÍ ekki sent neinn keppanda, enda engir sem hafa náð lágmörkum og á það við greinar eins og loftriffill. Sem dæmi; Tveir náð A-lágmarki í skeet og einn B-lágmarki, í loftskammbyssu hefur einn náð A-lágmarki og í 50m riffli tveir, en einn er nýlega búin að ná A-lágmarki tvisvar í röð. Í benchrest er einn búinn að ná lágmarki miðað við nýjasta styrkleikalistann í HC. Það er mikilvægt að það sé samræmi milli íþróttagreina, að það séu ekki aðrar forsendur hjá einni grein en annari, og það er þannig hjá öllum greinum STÍ, nema benchrest, en það er tiltölulega nýr grein hjá STÍ. Halldór vildi að þetta yrði rætt í BR nefndinni út frá þessum sjónarmiðum og sem skilaboð frá afreksstjóra.

      1. Rætt um þessi sjónarmið og tekið undir að það skiptir máli sömu kröfur séu gerðar til allra greina og sömu forsendur. Magnús leggur til að þetta verði markmið til t.d. næstu 1-2 ára að ná því að halda mót með þessu sniði, eða allavega að þetta verði sett sem markmið til að koma upp markhæfum styrkleikalistum. Jafnframt að þessi sjónarmið verði rædd innan BR-nefndar
  2. Mótaskrá kúlugreina.
    1. Jórunn með drög að mótaskrá kúlugreina innandyra. Búið var að skoða öll stórmót sem reynt að raða mótum með tilliti til þeirra. Byggir mikið á sömu forsendum og mótaskráin í fyrra. Drög send á öll aðildarfélög til umsagnar og þeim gefin viku frestur til að skila athugasemdum.
  3. Umsókn í Þróunarsjóð ISSF.
    1. Umsóknarfrestur er til 1. desember. STÍ hefur fengið leiðbeiningar um hvernig umsókn fer fram. Unnið hefur verið við að hafa samband við umboðsaðila varðandi byssur, bæði loftskammbyssur og loftriffla, en stefnt er að því ef styrkur fæst að nota það í að styrkja félögu um loftbyssur fyrir byrjendur fyrir félög sem eru að byggja upp starf í loftgreinum, með áherslu á unglingastarf.
  4. Önnur mál.
    1. Halldór fer yfir hvað er framundan.
      1. Heimsmeistaramót í haglagreinum í Grikklandi -Hlekkur: ISSF – International Shooting Sport Federation
        1. Hákon Þór Svavarsson
        2. Arnór Logi Uzuerau
        3. Jakob Þór Leifsson
      2. Úrslitamóti í evprópubikarnum í 300m sem verður í Króatíu -Hlekkur: Væntanlegt
        1. Jón Þór Sigurðursson
      3. Heimsmeistaramót í kúlugreinum í Egyptalandi -Hlekkur: ISSF – International Shooting Sport Federation
        1. Jón Þór Sigurðsson 50m prone / 300m prone
        2. Valur Richter 50m prone

Ekki fleirra á fundi og fundi slitið kl. 13:00