Stjórnarfundur STÍ 06.12.2024
Mætt eru: Magnús Ragnarsson, Jórunn Harðardóttir, Halldór Axelsson, Guðmundur Kr. Gíslason, Sigurður Ingi Jónsson, Aðalheiður Lára og Ómar Örn
Fundur hefst kl. 12:00
Dagskrá:
- Aðalfundur ISSF.
- Sjá skýrslu formanns
- Dómsmálaráðuneyti, reglugerðir.
- Eftir ítrekaðar tilraunir til að komast að hjá Dómsmálaráðuneytinu en núna væri það talið afar ólíklegt vegan stjórnarskipta. Hefur STÍ unnið að því að komast í samband við ráðuneytið í gegnum nokkrar leiðir og sjáum hvað það gerir.
- Reglugerðir STÍ.
- Ekki komin dagssetning fyrir vinnustofu stjórnar STÍ um reglugerðasmíði. Lagt til að flýta því
- Önnur mál.
- BR nefnd með bréf til mótanefndar og markmið að mótaskrá verði klár í Janúar.
- Stjórn samþykk bréfinu. Sent til mótanefndar
- STÍ sendi út póst varðandi heimsmeistaramótið í Finnlandi í BR randkveiktu.
- Samþykkt að sendur verður út póstur með frest til 20. Des að skila inn formlega hverjir óska eftir að sækja um að fara á mótið þar sem það er kominn þrýstingur á að skila fjölda. Ályktun STÍ um hvernig skulu staðið að styrkjum og vali á mót sem íþróttamenn sækja um að fara á mun fylgja í póstinum ásamt nýjum lágmörkum.
- Stjórn samþykkir að halda sig við mest 4 landsmót í hverri grein auk Íslandsmót. Önnur mót umfram verði opin innanlandsmót og uppfylli þau sömu skilyrði og landsmót fari þau á mótaskrá STÍ. Öll mót skulu uppfylla fjölda dúfna og skífa. 200 dúfur í sporting, 125 í skeet, 3 skífur í randkveiktum benchrest.
Samþykkt. - Ný lágmörk samþykkt í BR randkveiktu. Miðað er við miðgildi af síðasta heimsmeistaramóti. HV: 742, LV: 736, SP: 731, HC: 742
- Jórunn tók fyrir stöðuna á málum hjá samráðshópi um nýjan þjóðarleikfang.
- Það sem kemur til greina núna er Álfsnes og í Krísuvík á nýju svæði sem kom til greina. Einnig eru enn þá þau svæði inni sem voru í skýrslunni en mörg hafa lága stuðla og má vænta að detti út. Næst er að bera saman þessa kosti. Mun Jórunn áfram vinna með nefndinni og vinna í þessum möguleikum.
- Stjórn STÍ leggur til að fulltrúi STÍ innan wrabf leggi til á næsta þingi í Finnlandi að WRABF gangi í WADA.
- Samþykkt
- BR nefnd með bréf til mótanefndar og markmið að mótaskrá verði klár í Janúar.
Fundi slitið 13:15