Stjórnarfundur STÍ 06.12.2024

Mætt eru: Magnús Ragnarsson, Jórunn Harðardóttir, Halldór Axelsson, Guðmundur Kr. Gíslason, Sigurður Ingi Jónsson, Aðalheiður Lára og Ómar Örn

Fundur hefst kl. 12:00

Dagskrá:

 

  1. Aðalfundur ISSF.
    1. Sjá skýrslu formanns
  2. Dómsmálaráðuneyti, reglugerðir.
    1. Eftir ítrekaðar tilraunir til að komast að hjá Dómsmálaráðuneytinu en núna væri það talið afar ólíklegt vegan stjórnarskipta. Hefur STÍ unnið að því að komast í samband við ráðuneytið í gegnum nokkrar leiðir og sjáum hvað það gerir.
  3. Reglugerðir STÍ.
    1. Ekki komin dagssetning fyrir vinnustofu stjórnar STÍ um reglugerðasmíði. Lagt til að flýta því
  4. Önnur mál.
    1. BR nefnd með bréf til mótanefndar og markmið að mótaskrá verði klár í Janúar.
      1. Stjórn samþykk bréfinu. Sent til mótanefndar
    2. STÍ sendi út póst varðandi heimsmeistaramótið í Finnlandi í BR randkveiktu.
      1. Samþykkt að sendur verður út póstur með frest til 20. Des að skila inn formlega hverjir óska eftir að sækja um að fara á mótið þar sem það er kominn þrýstingur á að skila fjölda. Ályktun STÍ um hvernig skulu staðið að styrkjum og vali á mót sem íþróttamenn sækja um að fara á mun fylgja í póstinum ásamt nýjum lágmörkum.
    3. Stjórn samþykkir að halda sig við mest 4 landsmót í hverri grein auk Íslandsmót. Önnur mót umfram verði opin innanlandsmót og uppfylli þau sömu skilyrði og landsmót fari þau á mótaskrá STÍ. Öll mót skulu uppfylla fjölda dúfna og skífa. 200 dúfur í sporting, 125 í skeet, 3 skífur í randkveiktum benchrest.
      Samþykkt.
    4. Ný lágmörk samþykkt í BR randkveiktu. Miðað er við miðgildi af síðasta heimsmeistaramóti. HV: 742, LV: 736, SP: 731, HC: 742
    5. Jórunn tók fyrir stöðuna á málum hjá samráðshópi um nýjan þjóðarleikfang.
      1. Það sem kemur til greina núna er Álfsnes og í Krísuvík á nýju svæði sem kom til greina. Einnig eru enn þá þau svæði inni sem voru í skýrslunni en mörg hafa lága stuðla og má vænta að detti út. Næst er að bera saman þessa kosti. Mun Jórunn áfram vinna með nefndinni og vinna í þessum möguleikum.
    6. Stjórn STÍ leggur til að fulltrúi STÍ innan wrabf leggi til á næsta þingi í Finnlandi að WRABF gangi í WADA.
      1. Samþykkt

Fundi slitið 13:15