Uncategorized

Landsmót í Sport skammbyssu í dag

Landsmót Skotíþróttasambands Íslands í Sport skammbyssu var haldið í Egilshöllinni í Grafarvogi í dag. Í einstaklingskeppninni sigraði Ívar Ragnarsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 556 stig, annar varð Eiríkur Ó. Jónsson úr sama félagi með 548 stig og í þriðja sæti hafnaði Ólafur Gíslason úr Skotfélagi Reykjavíkur með 543 stig. Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs [...]

By | January 20th, 2018|Uncategorized|0 Comments

Íþróttaráðstefna í tengslum við Reykjavíkurleikana

Íþróttabandalag Reykjavíkur og Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands standa fyrir íþróttaráðstefnu í samstarfi við Háskólann í Reykjavík fimmtudaginn 25. janúar. Ráðstefnan fer fram í Háskólanum í Reykjavík í stofu V101 og hefst kl. 17. Ráðstefnustjóri verður Ingvar Sverrisson formaður ÍBR. Skráning fer fram hér á vefsíðu ÍSÍ og er aðgangur ókeypis. Ráðstefnan er haldin í tengslum [...]

By | January 16th, 2018|Uncategorized|0 Comments

Thomas sigraði í dag

Thomas Viderö úr Skotíþróttafélagi Kópavogs sigraði í Frjálsri skammbyssu á Landsmóti Skotíþróttasambands Íslands sem haldið var í Kópavogi í dag, með 524 stig. Í öðru sæti hafnaði Jórunn Harðardóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 512 stig og í þriðja sæti varð Ingvar Bremnes úr Skotíþróttafélagi Ísafjarðar með 464 stig. Í liðakeppninni sigraði sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með [...]

By | January 13th, 2018|Uncategorized|0 Comments

Yfirlýsing frá Íþrótta- og Ólympíusambandi Íslands

Íþrótta- og Ólympíusamband Íslands (ÍSÍ) harmar mjög að einstaklingar innan vébanda þess hafi þurft að þola ofbeldi í tengslum við íþróttastarf. ÍSÍ fordæmir með öllu allt ofbeldi í starfsemi íþróttahreyfingarinnar enda er slík hegðun óásættanleg og ólíðandi. Umræðan sem fram hefur farið um allan heim undir merkinu #metoo hefur beint athyglinni að víðfeðmu ofbeldi gagnvart [...]

By | January 12th, 2018|Uncategorized|0 Comments

Nýr bannlisti WADA

  Þann 1. janúar 2018 tók gildi nýr bannlisti WADA (WADA Prohibited List). Listinn er endurskoðaður á hverju ári og tekur ný útgáfa gildi 1. janúar ár hvert. Bannlisti WADA gildir innan Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands. Listann í heild sinni má nálgast með því að smella á hlekk hér fyrir neðan og einnig er samantekt [...]

By | January 9th, 2018|Uncategorized|0 Comments

Úrslit í Staðlaðri skammbyssu í dag

  Á landsmóti STÍ í Staðlaðri skammbyssu sem fram fór í Egilshöllinni í dag, sigraði Ívar Ragnarsson úr SFK með 545 stig, annar varð Friðrik Goethe úr SFK með 531 stig og Karl Kristinsson úr SR varð þriðji með 527 stig. Í liðakeppninni sigraði A-sveit SFK með 1,597 stig (Ívar 545, Friðrik 531 og Eiríkur Ó.Jónsson [...]

By | January 6th, 2018|Uncategorized|0 Comments

Skotíþróttafólk ársins 2017

Skotíþróttasamband Íslands hefur valið eftirtalda sem Skotíþróttamenn ársins 2017 : Skotíþróttakarl Ársins er: Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur Ásgeir Sigurgeirsson (f.1985) er landsliðsmaður í Loftskammbyssu og Frjálsri skammbyssu.Ásgeir vann öll mót sem hann tók þátt í hérlendis en keppti auk þess víða erlendis. Hann er ríkjandi Íslandsmeistari í báðum sínum greinum, Frjálsri skammbyssu og Loft [...]

By | December 22nd, 2017|Uncategorized|0 Comments

Flutningur á keppnisrétti

Í dag bárust okkur tvær tilkynningar um flutning á keppnisrétti. Helga Jóhannsdóttir og Aðalsteinn Svavarsson sem keppt hafa fyrir Skotíþróttafélag Hafnarfjarðar (SÍH) undanfarin ár hafa flutt keppnisrétt sinn til Skotíþróttafélags Suðurlands (SFS) í haglabyssugreininni Skeet.

By | December 18th, 2017|Uncategorized|0 Comments

Breyttar reglur í kvennaflokki

Alþjóða skotíþróttasambandið ISSF var rétt í þessu að tilkynna breytingar í nokkrum kvennagreinum. Breytingarnar eru þessar :  10m loftriffill og loftskammbyssa kvenna fer úr 40 skotum í 60 skot 50m og 300m þrístöðuriffill fer úr 3x20 skot í 3x40 skot Skeet og trap haglabyssa fer úr 75 skífum í 125 skífur STÍ breytir því mótaskrá [...]

By | December 18th, 2017|Uncategorized|0 Comments

Þrístöðumótið í riffli

Lið Skotfélags Reykjavíkur (SR) með þá Guðmund Helga Christensen, Þóri Kristinsson og Þorstein Bjarnarson setti nýtt Íslandsmet í þrístöðu í dag þar sem þeir skutu 3048 stig og bættu gamla metið um heil 41 stig. Karlalið Skotíþróttafélags Ísafjarðar lenti í öðru sæti með 2707 stig. Í einstaklingskeppni karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen á 1107 stigum, [...]

By | December 10th, 2017|Uncategorized|0 Comments