Uncategorized

Arnar Oddsson varð Íslandsmeistari

Arnar Oddsson úr Skotfélagi Akureyrar varð í dag Íslandsmeistari í Bench Rest riffilskotfimi með 490 stig og 12-x. Mótið fór fram á Húsavík. Annar varð Finnur Steingrímsson úr sama félagi með 489 stig og 17-x og í þriðja sæti hafnaði Ingvar Í. Kristinsson úr Skotfélagi Austurlands með 489 stig og 13-x. Nánar á úrslitasíðunni.

By | September 17th, 2017|Uncategorized|0 Comments

Íslandsmótið í Bench Rest á Húsavík um helgina

Íslandsmeistaramótið í Bench Rest verður haldið á skotsvæði Skotfélags Húsavíkur um helgina. Níu keppendur eru skráðir til leiks. Keppt er í skorkeppni og eru færin tvö, 100 metrar og 200 metrar.

By | September 15th, 2017|Uncategorized|0 Comments

Arnfinnur Jónsson Íslandsmeistari í 300 metra riffli

Á Íslandsmóti STÍ í 300 metra riffli liggjandi sem haldið var í Keflavík í dag sigraði Arnfinnur Jónsson úr SFk með 572 stig / 17x, annar varð Eiríkur Björnsson úr SFK með 572 /10x og í þriðja sæti hafnaði Theódór Kjartansson úr SK með 566 stig. Í liðakeppninni setti sveit Skotíþróttafélags Kópavogs nýtt Íslandsmet 1,694 [...]

By | September 9th, 2017|Uncategorized|0 Comments

HM í Rússlandi er lokið

Heimsmeistarakeppninni í haglabyssugreinunum er nú lokið í Rússlandi. Hákon Þ. Svavarsson endaði í 50.sæti með 116 stig (23-24-20-25-24) og Stefán G. Örlygsson hafnaði í 83.sæti með 110 stig (20-20-24-22-24)           Heimsmeistari varð Gabriele Rosetti frá Ítalíu, í öðru sæti hafnaði Vincent Haaga frá Þýskalandi og þriðji varð Georgions Achilleos frá Kýpur. [...]

By | September 9th, 2017|Uncategorized|0 Comments

Úrslitin í kvennakeppninni í skeet á HM

Úrslitin í kvennakeppninni, bæði unglinga og fullorðinna, í skeet á Heimsmeistaramótinu í Rússlandi eru komin á YouTube. Þetta er okkar aðalgrein í haglabyssuskotfimi og því áhugavert fyrir okkur að fylgjast með. Myndvinnslan hjá Rússunum til fyrirmyndar og greinilega mikið lagt í að koma greininni vel til skila. https://www.youtube.com/watch?v=zs4ZBiSJfgQ&feature=youtu.be https://www.youtube.com/watch?v=Mx2LJjWn5Cw

By | September 9th, 2017|Uncategorized|0 Comments

Flokkun sérsambanda ÍSÍ í afreksflokka

Frétt af isi.is : Flokkun sérsambanda í afreksflokka 01.09.2017 Á fundi framkvæmdastjórnar ÍSÍ í gær, 31. ágúst, var tillaga Afrekssjóðs ÍSÍ um flokkun sérsambanda í afreksflokka samþykkt samhljóða. Í reglugerð Afrekssjóðs ÍSÍ, 13. grein, er fjallað um að Afrekssjóður ÍSÍ skuli árlega flokka sérsambönd ÍSÍ í afreksflokka út frá skilgreindum viðmiðum. Afreks- og Ólympíusvið ÍSÍ [...]

By | September 4th, 2017|Uncategorized|0 Comments

Skotdeild Keflavíkur opnaði formlega loftbyssusal

Bjarni Sigurðsson formaður Skotdeildar Keflavíkur og Kjartan Már Kjartansson bæjarstjóri Reykjanesbæjar Skotdeild Keflavíkur tók á móti gestum og gangandi í dag, þar sem Bæjarstjórinn okkar Kjartan Már Kjartansson skaut vígsluskoti á nýju elektrónísku gildrurnar okkar og vígði þar með nýju aðstöðuna sem Reykjanesbær er að skaffa Skotdeild Keflavíkur á sunnubrautinni. Hann stóð sig [...]

By | September 1st, 2017|Uncategorized|0 Comments

HM í haglabyssu í Rússlandi

Heimsmeistaramótið í haglabyssu er byrjað í Rússlandi. Við eigum þar tvo keppendur í skeet, Hákon Þ. Svavarsson og Stefán G. Örlygsson. Þeir keppa í næstu viku. http://www.wch2017russia.org/en/

By | August 31st, 2017|Uncategorized|0 Comments

4 skotmenn á afrekslista ESC

Nýr afrekslisti Skotsambands Evrópu, ESC, er kominn út og eigum við 4 skotmenn á honum að þessu sinni. Ásgeir Sigurgeirsson er nú í 16.sæti í loftskammbyssu og 36.sæti í frjálsri skammbyssu, Jón Þór Sigurðsson kemur nýr inná listann í 27.sæti eftir frábæran árangur á Evrópumeistaramótinu þar sem hann komst í átta manna úrslit, Hákon Þ.Svavarsson [...]

By | August 31st, 2017|Uncategorized|0 Comments

Skotdeild Keflavíkur opnar loftbyssuaðstöðu í dag

Skotdeild Keflavíkur opnar formlega nýja loftbyssuaðstöðu í húsnæði sínu að Sunnubraut 31 í dag.

By | August 31st, 2017|Uncategorized|0 Comments