Mót og úrslit

Íslandsmet á Reykjavíkurmótinu í dag

Þrjú Íslandsmet féllu á Reykjavíkurmóti í skotfimi sem haldið var hjá Skotfélagi Reykjavíkur (SR) í Egilshöll í dag. Íris Eva Einarsdóttir (SR) setti nýtt Íslandsmet í loftriffli kvenna og skaut 605,4 stig og varð samtímis Reykjavíkurmeistari. Í öðru sæti varð Jórunn Harðardóttir (SR) með 595,3 stig og í þriðja sæti varð Bára Einarsdóttir úr Skotíþróttafélagi Kópavogs [...]

By | April 21st, 2018|Mót og úrslit|0 Comments

Íslandsmótið í Sport skammbyssu í dag

Íslandsmótið í Sport skammbyssu fór fram í Egilshöllinni í dag. Íslandsmeistari varð Ívar Ragnarsson úr SFK með 551 stig og 6 innri tíur, í öðru sæti Friðrik Goethe úr SFK með 551 stig og 5 innri tíur. Í þriðja sæti varð Þórður Ívarsson úr SA með 536 stig. Íslandsmeistarar í liðakeppninni urðu A-lið Skotíþróttafélags Kópavogs [...]

By | April 15th, 2018|Mót og úrslit|0 Comments

Íslandsmótið í Grófri skammbyssu í dag

Íslandsmótið í Grófri skammbyssu fór fram í Kópavogi í dag. Íslandsmeistari varð Ívar Ragnarsson úr SFK með 548 stig, annar varð Ólafur Egilsson úr SFK með 521 stig og í þriðja sæti Eiríkur Ó. Jónsson úr SFK með 520 stig. Í liðakeppninni varð A-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs (SFK) Íslandsmeistari með 1,555 stig, í öðru sæti sveit [...]

By | April 14th, 2018|Mót og úrslit|0 Comments

Íslandsmetin urðu þrjú á Íslandsmótinu í dag

Íslandsmótið í loftriffli fór fram í Egilshöllinni í Grafarvogi í dag. Í unglingaflokki karla varð Magnús G. Jensson úr Skotdeild Keflavíkur Íslandsmeistari á nýju Íslandsmeti, 566,6 stig, annar varð Elmar T. Sverrisson með 526,3 stig og í þriðja sæti Jakub I. Pitak með 522,0 stig. Þeir koma allir úr Skotdeild Keflavíkur og bættu þeir í [...]

By | April 8th, 2018|Mót og úrslit|0 Comments

Eitt Íslandsmet féll í dag

Íslandsmótið í loftskammbyssu fór fram í Egilshöllinni í Grafarvogi í dag. Eitt Íslandsmet féll en Sigríður L. Þorgilsdóttir úr Skotfélagi Akureyrar bætti metið í unglingaflokki en hún skoraði 465 stig og varð Íslandsmeistari unglinga. Í öðru sæti varð Sóley Þórðardóttir úr SA með 410 stig og í þriðja sæti varð Ingibjörg Y. Gunnarsdóttir úr SR. [...]

By | April 7th, 2018|Mót og úrslit|0 Comments

Íslandsmótin í loftbyssugreinunum um helgina

Íslandsmótin í loftskammbyssu og loftriffli fara fram í Egilshöllinni um næstu helgi. Á laugardaginn hefst loftskammbyssukeppnin kl. 09:00, næsti riðill kl.11 og svo hefst síðasti riðillinn kl. 13:00. Á sunnudaginn hefst loftrifflilkeppnin kl.10 og seinni riðillinn kl. 12:00.

By | April 3rd, 2018|Mót og úrslit|0 Comments

Íslandsmót í Staðlaðri skammbyssu

Íslandsmótið í Staðlaðri skammbyssu var haldið í Egilshöllinni í Grafarvogi í dag. Íslandsmeistari varð Ívar Ragnarsson úr Skotíþróttafélagi Kópavogs með 541 stig, annar varð Jón Þ. Sigurðsson einnig úr Kópavogi með 526 stig og í þriðja sæti hafnaði Grétar M. Axelsson úr Skotfélagi Akureyrar með 516 stig. Í liðakeppninni sigraði A-sveit Skotíþróttafélags Kópavogs með 1,575 [...]

By | March 10th, 2018|Mót og úrslit|0 Comments

Landsmót í loftbyssugreinunum í Kópavogi

Thomas Viderö, Skotíþróttafélagi Kópavogs, sigraði í Landsmóti STÍ í loftskammbyssu sem fram fór í Íþróttahúsinu Digranesi laugardaginn 24. febrúar. Skor Thomasar var 557 stig en Þórður Ívarsson, Skotfélagi Akureyrar varð í öðru sæti með 540 stig sem dugði honum til að komast upp í 1. flokk. Þriðja sætið kom svo í hlut Dúa Sigurðssonar úr [...]

By | February 25th, 2018|Mót og úrslit|0 Comments

Mótaskrá vetrarins í kúlugreinum

Mótaskrá vetrarins er nú tilbúin.Motaskra kulugreina Leidrett15jan STI 2017-2018

By | October 23rd, 2017|Mót og úrslit, Uncategorized|0 Comments

Íslandsmet á landsmótinu um helgina

Landsmót STÍ í skeet fór fram á velli Skotíþróttafélags Suðurlands um helgina. Í kvennaflokki sigraði Helga Jóhannsdóttir úr SÍH með 58/75 stig og 31/60 stig í úrslitum Dagný Hinriksdóttir úr SR varð önnur á 46/75 og 27/60 og Eva Ó. Skaftadóttir úr SR varð 3ja á 26/75 og 20/60. Þórey Helgadóttir úr SR varð 4ða [...]

By | July 25th, 2017|Mót og úrslit|0 Comments