Erlend mót og úrslit

Jórunn endaði með 554 stig á EM

Jórunn Harðardóttir var að ljúka keppni á Evrópumeistaramótinu í loftskammbyssu í Györ í Ungverjalandi. Hún hafnaði í 54.sæti af 72 keppendum. Skorið var 554 stig (89-91-94-93-90-97 og 15x-tíur). Íslandsmet hennar sem hún setti á RIG-leikunum í Reykjavík er 557 stig.

By | February 24th, 2018|Erlend mót og úrslit|0 Comments

Ásgeir og Jórunn í 37.sæti á EM í parakeppni

EM í loftbyssugreinunum í Ungverjalandi í gangi núna. Okkar keppendur í góðum gír. Ásgeir Sigurgeirsson og Jórunn Harðardóttir lentu í 37.sæti af 50 liðum í parakeppninni á Evrópumeistaramótinu í dag. Þau keppa í einstaklingskeppninni á morgun.

By | February 23rd, 2018|Erlend mót og úrslit|0 Comments

Evrópumeistaramótið í loftbyssugreinunum

Ísland á tvo keppendur á Evrópumeistaramótinu í loftbyssugreinunum sem fram fer þessa dagana í Györ í Ungverjalandi.  Jórunn Harðardóttir keppir í loftskammbyssu á laugardaginn  kl. 08:30 að íslenskum tíma. Tengill á skortöfluna er hérna.  Ásgeir Sigurgeirsson keppir einnig í loftskammbyssu á laugardaginn en hann byrjar keppni kl. 11:00 að íslenskum tíma. Skortafla karlakeppninnar er hérna. [...]

By | February 22nd, 2018|Erlend mót og úrslit|0 Comments

Evrópumeistaramótið í loftbyssugreinum í Györ í Ungverjalandi

Evrópumótið í loftskammbyssu og loftriffli er nú að hefjast í Györ í Ungverjalandi. Ísland á þar tvo keppendur, Ásgeir Sigurgeirsson í loftskammbyssu karla og Jórunni Harðardóttur í loftskammbyssu kvenna. Ennig keppa þau blandaðri liðakeppni þar sem kona og karl skipa lið. Þau enduðu í 10.sæti í liðakeppninni á síðasta EM og vantaði þá aðeins 1 [...]

By | February 18th, 2018|Erlend mót og úrslit|0 Comments

Jón Þór í úrslit á EM í Azerbaijan

Jón Þór Sigurðsson hafnaði í 8.sæti í 50 metra liggjandi riffli á Evrópumeistaramótinu í Bakú í Azerbaijan. Jón komst þarna í úrslit á stórmóti í fyrsta skipti á ferlinum en náði ekki að velgja keppinautum sínum frekar undir uggum. Þess má geta að keppendur voru 68 talsins í þessari grein.

By | July 25th, 2017|Erlend mót og úrslit|0 Comments

Ásgeir og Jórunn í parakeppni

Jórunn Harðardóttir og Ásgeir Sigurgeirsson úr Skotfélagi Reykjavíkur voru rétt í þessu að ljúka keppni í parkeppni á Evrópumeistaramótinu í Maribor þau kepptu þar í loftskammbyssu. Þau enduðu í 10. sæti í þeirri keppni af 28 liðum sem þátt tóku. Þau voru grátlega nærri því að komast í úrslitin. Þau voru með samanlagt 477 stig [...]

By | March 11th, 2017|Erlend mót og úrslit|0 Comments

Ásgeir í úrslit á EM í Slóveníu

Ásgeir Sigurgeirsson komst í dag í úrslit á Evrópumeistaramótinu í Maribor í Slóveníu. Hann átti mjög góðan endasprett en hann endaði á 578 stigum (93 98 99 95 94 99) og 18x-tíur ! Hann endaði svo í 7.sæti af 68 keppendum að þessu sinni. Hann er í hörkuformi og er vonandi tilbúinn í átök næstu [...]

By | March 10th, 2017|Erlend mót og úrslit|0 Comments