Landsmót STÍ fór fram á velli Skotíþróttafélags Suðurlands um helgina. Í skeet keppni karla sigraði Hákon Þ. Svavarsson úr Skotíþróttafélagi Suðurlands með 53 stig (113) annar varð Stefán Gísli Örlygsson úr Skotfélagi Akraness með 51 stig (116), og í þriðja sæti varð Jakob Þór Leifsson frá Skotíþróttafélagi Hafnarfjarðar með 41 stig (100).

Í liðakeppni karla sigraði sveit SÍH-a með 296 stig ( Jakob Þór Leifsson, Pétur T. Gunnarsson, Jón Gunnar Kristjánsson ) Sveit SFS með 292 stig (Hákon Þ.Svavarsson,Aðalsteinn Svavarsson,Davíð Ingason), varð önnur, og sveit SR (Sigurður Unnar Hauksson,Kjartan Örn Kjartansson,Daníel Hrafn Stefánsson) í þriðja sæti með 279 stig.

Sjá má nánar um skor manna á úrslitasíðu STÍ: https://sti.is/2018-2/

Einn keppandi mætti í unglingaflokki og var það Daníel Logi Heiðarsson frá Skotfélagi Akureyrar en skor hans var 87 dúfur.

Í kvennakeppninni sigraði Helga Jóhannsdóttir úr Skotíþróttafélagi Suðurlands með 43 stig ( 93) stig í undankeppninni, sem er nýtt Íslandsmet. Í öðru sæti varð Snjólaug María Jónsdóttir úr Skotfélaginu Markviss með 41 stig (89) og í þriðja sæti Þórey Inga Helgadóttir úr Skotfélagi Reykjavíkur með 22 stig (57).