Landsmót STÍ í skeet fór fram á velli Skotfélagsins Markviss á Blönduósi laugardaginn 2.júní. Sigurvegari í karlaflokki var Guðlaugur Bragi Magnússon úr SA með 106 stig, annar varð Guðmann Jónasson úr MAV með 92 stig og í þriðja sæti Ómar Örn Jónsson úr SA með 89 stig. Í kvennaflokki sigraði Snjólaug María Jónsdóttir úr MAV með 80 stig sem er nýtt Íslandsmet, í öðru sæti Dagný Huld Hinriksdóttir úr SR með 67 stig og í þriðja sæti Þórey Inga Helgadóttir með 55 stig. Í unglingaflokki mætti einn keppandi til leiks, Daníel Logi Heiðarsson úr SA með 61 stig. Í liðakeppninni sigraði sveit SA með 256 stig og sveit MAV varð í öðru sæti með 208 stig. Nánar á úrslitasíðunni.