Lið Skotfélags Reykjavíkur (SR) með þá Guðmund Helga Christensen, Þóri Kristinsson og Þorstein Bjarnarson setti nýtt Íslandsmet í þrístöðu í dag þar sem þeir skutu 3048 stig og bættu gamla metið um heil 41 stig. Karlalið Skotíþróttafélags Ísafjarðar lenti í öðru sæti með 2707 stig. Í einstaklingskeppni karla sigraði Guðmundur Helgi Christensen á 1107 stigum, í öðru sæti var Þórir Kristinsson á 989 stigum og Robert V. Ryan landaði bronsi með 962 stig. Þeir keppa allir fyrir Skotfélag Reykjavíkur. Jórunn Harðardóttir (SR) vann kvennakeppnina á 532 stigum, Bára Einarsdóttir hreppti silfur með 492 stig og Guðrún Hafberg varð í þriðja sæti með 480 stig, en þær síðastnefndu keppa fyrir Skotíþróttafélag Kópavogs.

Í þrístöðu er keppt í þremum stöðum, fyrst í hnjástöðu, þá liggjandi og loks standandi. Karlar skjóta 40 skotum í hverri stöðu en kvenmenn 20 skotum. Óvíst er hvað sá aðskilnaður mun vara lengi þar sem nú hefur verið samþykkt innan Alþjóðaskotsambandsins (ISSF) að ekki verði gerður munur á karla- og kvennakeppnum hvað varðar skotafjölda í framtíðinni. Evrópska skotsambandið (ESC) hefur nú þegar tilkynnt að í næsta Evrópumóti í loftgreinum skjóti allir 60 skotum óháð kyni svo að líklegt er að sömu reglur munu fljótlega taka gildi á Íslandi.